spot_img
Monday, December 23, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentMyndband: Daniel Cormier hjá Conan O'Brien

Myndband: Daniel Cormier hjá Conan O’Brien

Daniel Cormeir var gestur hjá Conan O’Brien á dögunum. Þar ræddi hann m.a. um stressið fyrir bardagana en Cormier mætir Stipe Miocic á UFC 226 í júlí.

Daniel Cormier getur komist í sögubækurnar í sumar. Cormier er ríkjandi léttþungavigtarmeistari en hann fer upp í þungavigt í júlí til að skora á meistarann Stipe Miocic. Með sigri verður hann aðeins annar maðurinn í sögu UFC til að halda tveimur beltum á sama tíma.

Daniel Cormier var næstum því búinn að hætta við að mæta í þáttinn hjá Conan. Conan O’Brien, sem er hluthafi UFC, hefur nokkrum sinnum fengið til sín MMA bardagafólk en eins og Cormier bendir á hafa keppendurnir alltaf tapað eftir að hafa mætt í viðtal til Conan.

Cormier talaði einnig um stressið sem fylgir því að berjast.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular