spot_img
Monday, December 23, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentMyndband: Daniel Cormier talar um fráfall dóttur sinnar og erfiðleikana sem hafa...

Myndband: Daniel Cormier talar um fráfall dóttur sinnar og erfiðleikana sem hafa mótað hann

Daniel Cormier mætir Anthony Johnson á laugardaginn á UFC 210. Léttþungavigtarmeistarinn hefur gengið í gegnum ýmislegt og talaði um erfiðleikana í þættinum Highly Questionable.

Bardaginn er aðalbardaginn á UFC 210 en þetta er í annað sinn sem þeir mætast. Síðast sigraði Cormier með hengingu í 3. lotu eftir að hafa verið kýldur niður í 1. lotu.

Í viðtalinu talar Cormier á léttu nótunum um eineltið sem hann varð fyrir sem krakki. Alvaran var þó öllu meiri er Cormier sagði frá þeim áföllum sem hann hefur upplifað.

Pabbi Cormier var myrtur þegar Daniel var 7 ára gamall og liðsfélagi hans í bandarísku háskólaglímunni og einn hans bestu vinum dó í flugslysi. Versta atvikið var þó þegar dóttir hans lést í bílslysi aðeins þriggja mánaða gömul. Cormier segir þó að allt hafi þetta mótað sig og þá sérstaklega fráfall dóttur sinnar.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular