Derrick Lewis mætir Mark Hunt í Ástralíu annað kvöld. Í vigtuninni í dag fyrir bardagann gerði hann létt grín að handklæðabragði Daniel Cormier.
Í vigtuninni fyrir UFC 210 var Daniel Cormier tæpur á að ná léttþungavigtartakmarkinu. Eftir að hafa verið of þungur í fyrri tilraun sinni vigtaði hann sig aftur inn og þrýsti með höndunum á handklæðið fyrir framan hann. Þannig náði hann að koma sér niður í 205 pund og titilbardaginn gat farið fram.
Derrick Lewis reyndi að gera slíkt hið sama en greinilega í gríni þar sem hann var akkúrat 265 pund á vigtuninni en það er hámarkið í þungavigtinni.
Atvikið má sjá hér að neðan en bardaginn fer fram í Auckland í Ástralíu annað kvöld.
#UFCAuckland weigh-ins went down in wee hours this morning. Headliners maxed out scale, and @thebeast_ufc had jokes. pic.twitter.com/degMxXILlE
— Mike Bohn (@MikeBohnMMA) June 9, 2017