spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentMyndband: Derrick Lewis gerir grín að handklæðabragði Cormier

Myndband: Derrick Lewis gerir grín að handklæðabragði Cormier

Derrick Lewis mætir Mark Hunt í Ástralíu annað kvöld. Í vigtuninni í dag fyrir bardagann gerði hann létt grín að handklæðabragði Daniel Cormier.

Í vigtuninni fyrir UFC 210 var Daniel Cormier tæpur á að ná léttþungavigtartakmarkinu. Eftir að hafa verið of þungur í fyrri tilraun sinni vigtaði hann sig aftur inn og þrýsti með höndunum á handklæðið fyrir framan hann. Þannig náði hann að koma sér niður í 205 pund og titilbardaginn gat farið fram.

Derrick Lewis reyndi að gera slíkt hið sama en greinilega í gríni þar sem hann var akkúrat 265 pund á vigtuninni en það er hámarkið í þungavigtinni.

Atvikið má sjá hér að neðan en bardaginn fer fram í Auckland í Ástralíu annað kvöld.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular