Saturday, May 18, 2024
HomeErlentThiago Alves mætir Mike Perry á UFC 215

Thiago Alves mætir Mike Perry á UFC 215

UFC 215 hefur fengið sinn fyrsta bardaga. Þeir Mike Perry og Thiago Alves mætast í skemmtilegum veltivigtarslag í ágúst.

Þetta kemur fram á vef MMA Fighting en UFC 215 fer fram þann 19. ágúst í Seattle. UFC stefnir á að hafa Demetrious Johnson í aðalbardaga kvöldsins en bardagasamtökin hafa átt í erfiðum samskiptum við fluguvigtarmeistarann frábæra. UFC vill að Johnson berjist við T.J. Dillashaw en Johnson er ekki á sama máli og hefur gagnrýnt bardagasamtökin fyrir slæma meðferð á sér.

Mike Perry (10-1) hefur unnið alla tíu bardaga sína með rothöggi og þar af þrjá í UFC. Síðast sáum við hann vinna Jake Ellenberger en þar áður tapaði hann fyrir Alan Jouban og var það hans fyrsta tap á ferlinum.

Perry hefur vakið mikla athygli síðan hann kom í UFC í fyrra og ef bardaginn fer fram verður það hans fimmti í UFC á aðeins 12 mánuðum. Perry skoraði nánast á þá alla í veltivigtinni eftir sinn síðasta sigur og þar á meðal Gunnar Nelson.

Thiago Alves (22-11) hefur átt misjöfnu gengi að fagna undanfarið en átti góða frammistöðu gegn Patrick Cote í apríl. Það var hans fyrsti sigur í tvö ár en Alves hefur verið mikið frá vegna meiðsla undanfarin ár.

Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -

Most Popular