spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentMyndband: Diego Brandao með glæsilegan „armbar“ í Dagestan

Myndband: Diego Brandao með glæsilegan „armbar“ í Dagestan

Diego Brandao barðist um síðustu helgi í Dagestan. Þetta var fyrsti bardaginn hans eftir að hann var látinn fara úr UFC og kláraði hann bardagann með stæl.

Bardaginn fór fram á Eurasia Fight Nights 58 síðastliðinn laugardag. Brandao mætti þá Murad Machaev og kláraði hann með þessum glæsilega „þyrluarmbar“ í 2. lotu.

Brandao barðist síðast í UFC í janúar þegar hann tapaði fyrir Brian Ortega eftir „triangle“ hengingu í 3. lotu. Eftir bardagann var samningi hans við UFC sagt upp.

Í UFC barðist hann við sterka andstæðinga á borð við Conor McGregor og Dustin Poirier. Hann var 6-4 í UFC og sigraði 14. seríu The Ultimate Fighter þar sem hann sigraði Dennis Bermudez í úrslitunum.

Brandao hefur sennilega verið einn af þeim sem var ánægður með Reebok samninginn enda skartaði hann UFC-Reebok stuttbuxum.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular