Diego Brandao barðist um síðustu helgi í Dagestan. Þetta var fyrsti bardaginn hans eftir að hann var látinn fara úr UFC og kláraði hann bardagann með stæl.
Bardaginn fór fram á Eurasia Fight Nights 58 síðastliðinn laugardag. Brandao mætti þá Murad Machaev og kláraði hann með þessum glæsilega „þyrluarmbar“ í 2. lotu.
Diego Brandao submits Murad Machaev via helicopter armbar pic.twitter.com/PukG6tWlRm
— Streetfight Bancho (@streetfitebanch) January 28, 2017
Brandao barðist síðast í UFC í janúar þegar hann tapaði fyrir Brian Ortega eftir „triangle“ hengingu í 3. lotu. Eftir bardagann var samningi hans við UFC sagt upp.
Í UFC barðist hann við sterka andstæðinga á borð við Conor McGregor og Dustin Poirier. Hann var 6-4 í UFC og sigraði 14. seríu The Ultimate Fighter þar sem hann sigraði Dennis Bermudez í úrslitunum.
Brandao hefur sennilega verið einn af þeim sem var ánægður með Reebok samninginn enda skartaði hann UFC-Reebok stuttbuxum.