Friday, April 19, 2024
HomeErlentNokkrar ástæður til að horfa á UFC: Bermudez vs. Korean Zombie

Nokkrar ástæður til að horfa á UFC: Bermudez vs. Korean Zombie

Á laugardagskvöldið fer fram lítið UFC kvöld á heimaslóðum NASA, þ.e. í Houston í Texas. Það verður lítið um eldflaugar en einhverjum bombum verður varpað. Kíkjum aðeins nánar á þetta kvöld.

  • Endurkoma uppvakningsins: „The Korean Zombie“ Chan Sung Jung snýr aftur eftir rúma þriggja ára fjarveru. Ástæða fjarverunnar voru ekki meiðsli heldur var það herskylda sem truflaði líf hans og feril með þessum hætti. Fyrir þá sem ekki muna eftir Jung þá er hann mjög skemmtilegur bardagamaður sem hefur átt ýmsa eftirminnilega bardaga. Hann var fyrstur til að klára bardaga með „twister“ í Leonard Garcia bardaganum. Hann rotaði Mark Hominick á sjö sekúndum og fór í stríð við Dustin Poirier í bardaga sem var af mörgum talinn bardagi ársins 2012.

  • Stóra stund Dennis Bermudez: Það eru rúm fimm ár síðan Bermudez keppti í The Ultimate Fighter og kom sér í UFC. Síðan þá hefur hann átt nokkra frábæra sigra (Max Holloway, Clay Guida) en líka erfið töp (Ricardo Lamas, Jeremy Stephens). Nú hefur hann unnið tvo í röð og stefnir beint upp á við. Um daginn greip Yair Rodriguez tækifærið í aðalbardaga kvöldsins og lét ljós sitt skína, nú er kannaski röðin komin að Bermudez.
  • Þrír spennandi kvennabardagar! Þetta kvöld er þýðingamikið fyrir strávigt kvenna en þrír bardagar fara fram þetta kvöld í þeim þyngdarflokki. Hin efnilega Alexa Grasso fær erfitt próf gegn hinni reynslumiklu Felice Herrig. Bolabíturinn Jéssica Andrade tekur á móti Angelu Hill sem snýr aftur í UFC eftir fjóra góða sigra í Invicta. Að lokum bætast reynsluboltarnir Tecia Torres og Bec Rawlings snemma um kvöldið. Enginn augljós áskorandi er framundan fyrir meistarann Joanna Jedrzejczyk og því er þetta gott tækifæri fyrir t.d. Andrade að tryggja sér titilbardaga.
tecia torres
Tecia Torres
  • Fleiri góðir: Hér og þar um kvöldið má sjá nokkur kunnugleg andlit. Abel Trujillo mætir til dæmi James Vick í bardaga sem ætti að vera nokkuð skemmtilegur. Svo má einnig sjá Ovince Saint Preux bregða fyrir og svo eru tveir bardagar í þungavigt sem verða kannski ekki glæsilegir en gætu orðið skemmtilegir. Allt í allt ætti þetta að verða ágætis bardagakvöld.

Fyrsti bardagi kvöldsins hefst á miðnætti en aðalhluti bardagakvöldsins hefst kl 3 og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.

RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -

Most Popular