spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentMyndband: Dómarinn steinsofandi og hornamaður stöðvar bardaga

Myndband: Dómarinn steinsofandi og hornamaður stöðvar bardaga

Super Fight League hélt bardagakvöld í Indlandi fyrr í dag. Dómari í einum bardaga var steinsofandi þegar einn keppendanna lenti í hengingartaki.

Þær Asha Roka og Hannah Kampf mættust á undanúrslitakvöldi Super Fight League í Indlandi í dag. Bardaginn fór fram í fluguvigt kvenna í Nýja Delí.

Snemma í 1. lotu náði Roka góðu „guillotine“ hengingartaki á Kampf og svæfði hana. Dómarinn var ekkert að fylgjast með og tók ekki eftir því þegar Kampf missti meðvitund eftir hengingartakið. Hornið kastaði handklæðinu inn en það var ekki nóg til að ná athygli dómarans og þurfti einn hornamannanna að stökkva í búrið til að stoppa bardagann.

Þetta er hættuleg vanræksla hjá dómaranum en Kampf var sem betur fer í lagi eftir að bardaginn var loksins stöðvaður.

Þess má geta að hornamaðurinn sem henti inn handklæðinu var fyrrum UFC bardagamaðurinn Dennis Hallman.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular