Super Fight League hélt bardagakvöld í Indlandi fyrr í dag. Dómari í einum bardaga var steinsofandi þegar einn keppendanna lenti í hengingartaki.
Þær Asha Roka og Hannah Kampf mættust á undanúrslitakvöldi Super Fight League í Indlandi í dag. Bardaginn fór fram í fluguvigt kvenna í Nýja Delí.
Snemma í 1. lotu náði Roka góðu „guillotine“ hengingartaki á Kampf og svæfði hana. Dómarinn var ekkert að fylgjast með og tók ekki eftir því þegar Kampf missti meðvitund eftir hengingartakið. Hornið kastaði handklæðinu inn en það var ekki nóg til að ná athygli dómarans og þurfti einn hornamannanna að stökkva í búrið til að stoppa bardagann.
SFL – The referee was sleeping – Asha Roka /Sher-E-Punjab/ 1R guillotine (vs. Hanna Kamf /Bengaluru Tigers/ pic.twitter.com/wpJbSp0FsQ
— Jolassanda (@Jolassanda) February 17, 2017
Þetta er hættuleg vanræksla hjá dómaranum en Kampf var sem betur fer í lagi eftir að bardaginn var loksins stöðvaður.
Þess má geta að hornamaðurinn sem henti inn handklæðinu var fyrrum UFC bardagamaðurinn Dennis Hallman.