spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentMyndband: Eddie Alvarez tapaði í ONE en Demetrious Johnson náði sigri

Myndband: Eddie Alvarez tapaði í ONE en Demetrious Johnson náði sigri

ONE Championship hélt skemmtilegt bardagakvöld í Tokyo í morgun. Þar háðu tveir fyrrum UFC meistarar sína fyrstu bardaga á nýjum starfsvettvangi en úrslitin voru ólík.

Eddie Alvarez mætti Timofey Nastyukhin í fyrstu umferð í léttvigtarmóti ONE. Nastyukhin óttaðist ekki Alvarez og skiptist á höggum við Alvarez. Sá rússneski hafði mun betur standandi og var ekki mikil ógn af Alvarez – hvorki með höggum né fellum. Nastyukhin hitti með yfirhandar hægri sem vankaði Alvarez og fylgdi sá rússneski því eftir með nokkrum höggum áður en dómarinn stöðvaði bardagnn eftir 4:05 í 1. lotu.

Ekki sú byrjun sem Alvarez vonaðist eftir á nýjum vettvangi og er hann því úr leik í léttvigtarmóti ONE.

Demetrious Johnson átti hins vegar mun betri byrjun heldur en Alvarez. Johnson mætti Yuhya Wakamatsu í fyrstu umferð í fluguvigtarmóti ONE. Johnson stjórnaði bardaganum mest allan tímann og kláraði með „guillotine“ hengingu í 2. lotu.

Í aðalbardaga kvöldsins sáum við Shinya Aoki klára Eduard Folayang með „arm-triangle“ í 1. lotu en öll úrslit kvöldsins má sjá hér.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular