spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeForsíðaMyndband: Egill og Birgir með rothögg

Myndband: Egill og Birgir með rothögg

Þrír íslenskir bardagakappar börðust á bardagakvöldi í Doncaster fyrr í kvöld. Egill Øydvin Hjördísarson kláraði andstæðing sinn á aðeins sjö sekúndum og Birgir Örn Tómasson var 48 sekúndur með sinn.

Fyrstur af Íslendingunum var Birgir Örn Tómasson en aðeins þrjár vikur eru liðnar frá því hann barðist síðast. Það virtist bara hafa góð áhrif á hann enda var hann aðeins 48 sekúndur að klára andstæðing sinn.

Næstur af Mjölnismönnunum var Diego Björn Valencia en hann keppti sinn fyrsta bardaga í sparkboxi undir K-1 reglum. Bardaginn var mjög jafn en Diego tapaði eftir klofna dómaraákvörðun.

Síðastur á vað var Egill Øydvin Hjördísarson og var hann enn fljótari en Birgir með sinn bardaga. Það tók Egil ekki nema sjö sekúndur að afgreiða sín mál og má sjá þetta glæsilega háspark hér að neðan.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular