Wednesday, April 17, 2024
HomeErlentMyndband: Eitt af rothöggum ársins á UFC 228

Myndband: Eitt af rothöggum ársins á UFC 228

Eitt af rothöggum ársins leit dagsins ljós á UFC 228 í gærkvöldi. Í einum af upphitunarbardögum kvöldsins sáum við Geoff Neal smellhitta með sköflungnum.

Bardagi Geoff Neal og Frank Camacho fór fram í veltivigtinni í gær. Neal var með leiftursnögga beina vinstri sem olli Camacha miklum vandræðum og var Neal ekki langt frá því að klára bardagann í 1. lotu.

Camacha fór vankaður inn í hornið eftir 1. lotuna en í 2. lotunni hélt Neal uppteknum hætti. Þeir skiptust á höggum og tók Camacho gott öskur framan í Neal.

Skömmu seinna henti Neal í þetta háspark sem smellhitti.

Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -

Most Popular