Claudio Puelles náði mögnuðum sigri á UFC bardagakvöldinu í Síle um síðustu helgi. Puelles var á góðri leið með að tapa þegar hann náði skyndilega uppgjafartaki.
Felipe Silva var að gjörsigra Claudio Puelles í fyrsta bardaga kvöldsins á laugardaginn. Silva kýldi Puelles tvisvar niður og hefði dómarinn auðveldlega getað stöðvað bardagann nokkrum sinnum. Fáir hefðu kvartað ef dómarinn hefði stöðvað bardagann í 2. eða 3. lotu og töldu lýsendurnir að dómarinn ætti að stöðva bardagann sem fyrst.
Puelles var þó ekkert á því að hætta og náði ótrúlegum „kneebar“ í 3. lotu. Puelles hafði reynt að fara í sama uppgjafartak í 1. lotu án árangurs en í þetta sinn náði hann uppgjafartakinu. Ótrúlegur sigur!
What a comeback!!@CloxMMA sinks the kneebar after being rocked at #UFCChile! pic.twitter.com/yvjEExPLzC
— UFC Europe (@UFCEurope) May 21, 2018
Tölfræðilega séð er þetta mögnuð endurkoma. Silva hafði lent 54 höggum meira en Puelles í bardaganum og voru yfirburðir Silva algjörir. Besta endurkoma síðasta árs var sigur Darren Elkins á Mirsad Bektic en þar náði Bektic að lenda 32 höggum betur en Elkins. Til samanburðar náði Chael Sonnen að lenda 60 höggum betur en Anderson Silva áður en Anderson náði uppgjafartakinu í 5. lotu og er það ein besta endurkoma í sögu UFC.
With a -54 significant strike deficit, Claudio Puelles has pulled off the greatest statistical comeback in UFC lightweight history. #UFCChile
— Michael Carroll (@MJCflipdascript) May 19, 2018
The previous record at lightweight belonged to Joe Lauzon who pulled off a submission of Jamie Varner despite a -38 significant strike deficit. #UFCChile https://t.co/mhwNJdtrFt
— Michael Carroll (@MJCflipdascript) May 19, 2018