spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentMyndband: Frábær teiknimynd sýnir stöðuna í léttvigtinni

Myndband: Frábær teiknimynd sýnir stöðuna í léttvigtinni

Eitt stærsta umræðuefnið í MMA heiminum í dag er hvort Conor McGregor muni verja léttvigtartitil sinn gegn Tony Ferguson. Teiknarinn Mojahed Fudilat birti á dögunum ansi fyndna teiknimynd sem sýnir stöðuna í léttvigtinni að vissu leyti.

Mojahed Fudilat birtir reglulega stuttar teiknimyndir sem tengjast málefnum líðandi stundar í MMA heiminum. Tony Ferguson sigraði Kevin Lee um síðustu helgi og varð þar með bráðabirgðarmeistari UFC í léttvigtinni. Ferguson vill fá bardaga gegn ríkjandi léttvigtarmeistara, Conor McGregor, en óvist er hvort sú verði raunin.

Í teiknimyndinni má sjá Ferguson lokka þá Khabib Nurmagomedov, Kevin Lee og Conor McGregor með tiramisu. Eftirrétturinn hefur oft verið bendlaður við Khabib eftir erfiðleika hans í niðurskurðinum fyrir bardagann gegn Ferguson á UFC 209. Khabib virtist gæða sér á eftirréttinum í Embedded þáttunum fyrir UFC 209 en Khabib hefur sjálfur neitað því að hafa fengið sér eftirrétt skömmu fyrir áætlaðan bardagann. Ekkert varð úr bardaga þeirra á UFC 209 þar sem Khabib mætti ekki í vigtun.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular