0

Myndband: Frumraun Cain Velasquez á hvíta tjaldinu

Það er greinilegt að Cain Velasquez hefur nýtt tímann sinn í meiðslunum vel. Kvikmyndin Term Life kemur út á næstu dögum og er fyrrum þungavigtarmeistarinn nokkuð góður þar í litlu hlutverki.

Nokkrir MMA bardagamenn eins og Ronda Rousey, Chuck Liddell og fleiri hafa fengið lítil hlutverk í Hollywood kvikmyndum. Ekki er hægt að tala um neina leiksigra í flestum tilvikum en hérna stendur Cain Velasquez sig undarlega vel.

Líklegast er þetta ein af fáum senum Velasquez í myndinni en frammistaða hans kemur okkur að minnsta kosti vel á óvart. Hér má sjá atriði með honum úr myndinni.

Velasquez hefur verið mikið meiddur undanfarin ár en mætir Travis Browne á UFC 200 í sumar.

Pétur Marinó Jónsson

Comments

comments

Pétur Marinó Jónsson

Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Stöð 2 Sport -MMA fíkill

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.