1

Jones gegn Cormier 2 verður aðalbardaginn á UFC 200

ufc 200UFC staðfesti nú rétt í þessu að seinni bardagi Jon Jones og Daniel Cormier verði aðalbardaginn á UFC 200. Það er því formlega hægt að útiloka að Conor McGregor verði á UFC 200.

UFC tilkynnti þetta í þættinum Good Morning America fyrir skömmu. Þeir Cormier og Jones áttu að mætast í annað sinn á UFC 197 um nýliðna helgi en þremur vikum fyrir bardagann meiddist Daniel Cormier. Í hans stað kom Ovince Saint Preux og sigraði Jones hann um helgina í fremur óspennandi bardaga.

Daniel Cormier er léttþungavigtarmeistari UFC en Jon Jones var sviptur titlinum í fyrra eins og frægt er. Jon Jones fær því tækifæri til að ná aftur beltinu sínu en Jones varð svo kallaður bráðabirgðarmeistari um síðustu helgi. Jones sagðist þó vera sama um það belti og vill bara fá alvöru beltið. Hann fær tækifæri til þess á UFC 200 þann 9. júlí.

Það hefur lengi verið mikill rígur á milli Cormier og Jones en þeir slógust á blaðamannafundi í ágúst 2014. Jones sigraði Cormier í janúar 2015 en varð síðar sviptur titlinum vegna vandræða hans utan búrsins.

Conor McGregor átti upphaflega að vera í aðalbardaganum á UFC 200 gegn Nate Diaz. McGregor vildi hins vegar ekki sinna öllum þeim kynningarskyldum sem UFC óskaði eftir og var hann því tekinn af bardagakvöldinu. Þó viðureign Cormier og Jones sé stór er ljóst að UFC 200 mun ekki skila inn sama hagnaði eins og ef Conor McGregor væri á bardagakvöldinu.

UFC beygir sig ekki og stendur alltaf fast á sínu. Þeir eru tilbúnir til að taka á sig fjárhagslegt tap í staðinn fyrir að breyta sínum reglum.

Pétur Marinó Jónsson

Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is

-Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ)
-BS í sálfræði
-Lýsi UFC á Stöð 2 Sport
-MMA fíkill
Pétur Marinó Jónsson

Comments

comments

Pétur Marinó Jónsson

Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Stöð 2 Sport -MMA fíkill

One Comment

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.