spot_img
Monday, December 23, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentMyndband: Fyrsti bardagi Jose Aldo

Myndband: Fyrsti bardagi Jose Aldo

Í gær voru akkúrat 11 ár frá því að Jose Aldo tók sinn fyrsta MMA bardaga. Aldo var aðeins 18 sekúndur að klára sinn fyrsta bardaga en bardagann má sjá hér að neðan.

Bardaginn fór fram á EFC 1 bardagakvöldinu í Manaus þann 10. ágúst 2004. Aldo, þá 17 ára, mætti Mario Bigola. Það tók Aldo ekki nema 18 sekúndur að rota Bigola með haussparki.

Þetta var fyrsti og eini bardagi Bigola (sem vitað er um). Hann hefði eflaust getað verið heppnari með andstæðing en Aldo er einn sá besti sem barist hefur í fjaðurvigtinni. Fimm árum síðar varð Aldo fjaðurvigtarmeistari WEC og síðar UFC.

Hann mun freista þess að verja UFC titil sinn enn einu sinn þann 12. desember er hann mætir Conor McGregor á UFC 194.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular