Thursday, June 20, 2024
spot_img
HomeErlentConor McGregor og Jose Aldo mætast 12. desember

Conor McGregor og Jose Aldo mætast 12. desember

Conor McGregor Jose AldoUFC staðfesti í gærkvöldi að erkióvinirnir Jose Aldo og Conor McGregor munu loksins mætast þann 12. desember. Bardaginn fer fram í Las Vegas og verður aðalbardagi UFC 194.

Kapparnir áttu upphaflega að mætast á UFC 189 þann 11. júlí en þremur vikum fyrir bardagann brákaði Aldo rifbein og dró sig út úr bardaganum. Chad Mendes tók hans stað og mætti Conor McGregor um svo kallaðan bráðabirgðartitil UFC. McGregor sigraði með tæknilegu rothöggi í 2. lotu.

Dana White sagði einnig í gær að Ronda Rousey og Miesha Tate munu ekki vera á sama bardagakvöldi. Vangaveltur voru uppi um að UFC myndi setja saman ofurbardagakvöld með tveimur stærstu stjörnunum sínum og þá jafnvel á risaleikvangi í Dallas.

White sagði enn fremur að MGM Grand höllinn hefði gert allt í sínu valdi til að fá McGregor og Aldo bardagann í höllinni.

Gunnar Nelson gæti óskað eftir að vera á sama bardagkvöldi og McGregor og gæti næsti bardagi hans því verið þann 12. desember. Það er þó ekkert staðfest í þeim fregnum.

Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -

Most Popular