0

Myndband: Joanna Jedrzejczyk grillar blaðamann

Joanna Jedrzejczyk hafði engan áhuga á að gefa formlega spá fyrir bardaga Conor McGregor og Khabib Nurmagomedov.

Fyrrum strávigtarmeistarinn Joanna Jedrzejczyk var gestur á UFC bardagakvöldinu í Rússlandi í gær. Hún mætti baksviðs á bardagakvöldinu og svaraði spurningum fjölmiðla. Joanna var auðvitað spurð út í bardaga Conor og Khabib og vildi ekki gefa upp neina spá fyrir bardagann enda er hún aðdáandi beggja.

Þegar hún var svo aftur spurð út í sína spá brást hún ókvæða við. Joanna fékk rússneska blaðamanninn til að koma fyrir framan myndavélarnar þar sem hún spurði hann um hans starf eins og má sjá á myndbandinu að neðan.

„Þetta var dæmi um heimskulega spurningu. Takk fyrir,“ sagði Joanna í lokin og fór.

Pétur Marinó Jónsson

Pétur Marinó Jónsson

Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Stöð 2 Sport -MMA fíkill

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.