0

Úrslit UFC Fight Night: Hunt vs. Oleinik

UFC var með sitt fyrsta bardagakvöld í Rússlandi í kvöld. Þeir Mark Hunt og Aleksei Oleinik mættust í aðalbardaga kvöldsins en hér má sjá úrslit kvöldsins.

Hinn 41 árs gamli Aleksei Oleinik heldur áfram að koma á óvart. Mark Hunt byrjaði bardaginn vel með þungri beinni hægri og góðum lágspörkum. Oleinik náði hins vegar taki á Hunt og var fljótur að koma honum í gólfið, ná bakinu og klára hann með hengingu. Frábær sigur hjá Oleinik og sennilega hans stærsti sigur á ferlinum. Bardagakvöldið var ágætis skemmtun en öll úrslit kvöldsins má sjá hér að neðan.

Aðalhluti bardagakvöldsins:

Þungavigt: Oleksiy Oliynyk sigraði Mark Hunt með uppgjafartaki (rear-naked choke) eftir 4:26 í 1. lotu.
Léttþungavigt: Jan Błachowicz sigraði Nikita Krylov með uppgjafartaki (arm-triangle choke) eftir 2:41 í 2. lotu.
Þungavigt: Shamil Abdurakhimov sigraði Andrei Arlovski eftir dómaraákvörðun.
Veltivigt: Alexey Kunchenko sigraði Thiago Alves eftir dómaraákvörðun.

UFC Fight Pass upphitunarbardagar:

Millivigt: Khalid Murtazaliev sigraði C.B. Dollaway með tæknilegu rothöggi eftir 5:00 í 2. lotu.
Hentivigt (137 pund): Petr Yan sigraði Jin Soo Son eftir dómaraákvörðun.
Léttvigt: Rustam Khabilov sigraði Kajan Johnson eftir klofna dómaraákvörðun.
Hentivigt (161 pund): Mairbek Taisumov sigraði Desmond Green eftir dómaraákvörðun.
Léttþungavigt: Magomed Ankalaev sigraði Marcin Prachnio með rothöggi eftir 3:09 í 1. lotu.
Millivigt: Jordan Johnson sigraði Adam Yandiev með uppgjafartaki (arm-triangle choke) eftir 42 sekúndur í 2. lotu.
Veltivigt: Ramazan Emeev sigraði Stefan Sekulić eftir dómaraákvörðun.
Bantamvigt: Merab Dvalishvili sigraði Terrion Wareeftir dómaraákvörðun.

Pétur Marinó Jónsson

Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is

-Æft bardagaíþróttir í 6 ár (fjólublátt belti í BJJ)
-BS í sálfræði
-Lýsi UFC á Stöð 2 Sport
-MMA fíkill
Pétur Marinó Jónsson

Latest posts by Pétur Marinó Jónsson (see all)

Comments

comments

Pétur Marinó Jónsson

Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í 6 ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Stöð 2 Sport -MMA fíkill

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.