spot_img
Monday, December 23, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentMyndband: Jon Jones óskar Daniel Cormier góðs gengis

Myndband: Jon Jones óskar Daniel Cormier góðs gengis

Daniel Cormier mætir Volkan Oezdemir í kvöld á UFC 220. Cormier fékk heillaóskir á dögunum frá Jon Jones fyrir bardaga sinn í kvöld.

Daniel Cormier hefur lengi eldað grátt silfur með bardagamanninum Jon Jones. Jones hefur sigrað Cormier tvisvar og er sá eini sem hefur sigrað hann í MMA. Mikill rígur hefur alltaf ríkt á milli Jones og Cormier en Jones rotaði Cormier í sumar. Jones féll svo á lyfjaprófi og var sviptur titlinum.

Daniel Cormier fékk þó ekki heillaóskir frá þessum Jon Jones heldur alnafna hans. Alnafninn Jon Jones er rithöfundur og leikjahönnuður og hefur ekki mikinn áhuga á MMA. Hann er stöðugt áreittur á Twitter þar sem aðdáendur halda að hann sé bardagamaðurinn Jon Jones.

Rithöfundurinn Jones óskaði Cormier góðs gengis fyrir bardagann í kvöld og hafði Cormier gaman af því.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular