spot_img
Monday, December 30, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentMyndband: Mackenzie Dern með sigur í 1. lotu

Myndband: Mackenzie Dern með sigur í 1. lotu

Ein besta glímukona heims, Mackenzie Dern, heldur áfram að gera það gott í MMA. Í gær náði hún sínum fjórða sigri í MMA með hengingu í 1. lotu.

Mackenzie Dern er margfaldur heimsmeistari í brasilísku jiu-jitsu og snéri sér að MMA í fyrra. Hún barðist sinn fjórða MMA bardaga í gær þegar hún mætti Mandy Polk á LFA 24 bardagakvöldinu í gær.

Dern kýldi Polk niður og kláraði hana svo með „rear naked choke“ eftir tæpar þrjár mínútur í 1. lotu. Hún er núna 4-0 á MMA ferlinum og ekki spurning hvort heldur hvenær UFC semur við hana.

Dern barðist í gær í 125 punda fluguvigt en hafði þar áður átt í vandræðum með að ná 115 punda strávigt. Nú hefur UFC opnað fluguvigt kvenna og væri hún frábær viðbót þar innan skamms.

https://www.youtube.com/watch?time_continue=29&v=ddeQicy-Cvw

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular