Monday, May 27, 2024
HomeErlentMyndband: Mariusz Pudzianowski rotaði Rolles Gracie

Myndband: Mariusz Pudzianowski rotaði Rolles Gracie

mariusz pudzFimmfaldur sterkasti maður heims, Mariusz Pudzianowski, rotaði Rolles Gracie á laugardaginn eftir aðeins 27 sekúndur. Bardaginn fór fram í KSW bardagasamtökunum í Póllandi.

Hinn 38 ára Pudzianowski er ein stærsta stjarnan í Póllandi. Þetta var níundi sigur hans á ferlinum er hann rotaði Rolles Gracie. Pudzianowski hefur nánast eingöngu barist í heimalandinu gegn gömlum kempum á borð við Bob Sapp, Tim Sylvia, James Thompson og Sean McCorkle.

 

Rolles Gracie er nú 8-4 í MMA en hann barðist einn bardaga í UFC árið 2010. Það reyndist vandræðalega léleg frammistaða og var samningi hans rift. Öll töpin hans hafa verið eftir rothögg en allir sigrar hans eftir uppgjafartak. Hér að neðan má sjá eitt undarlegt rothögg er hann var rotaður af Derrick Mehmen.

Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -

Most Popular