spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentMyndband: Michael Bisping grunaði að eitthvað væri að hjá Holloway

Myndband: Michael Bisping grunaði að eitthvað væri að hjá Holloway

Max Holloway getur ekki barist á laugardaginn vegna heilahristings sem hann varð fyrir á dögunum. Bisping grunaði að eitthvað væri að þegar hann ræddi við hann í UFC Tonight í gær skömmu áður en Holloway dró sig úr bardaganum.

Max Holloway átti að mæta Brian Ortega á UFC 226 á laugardaginn um fjaðurvigtartitilinn. Óvíst er hvort Ortega fái annan andstæðing í stað Holloway á þessari stundu en Holloway upplifði einkenni heilahristings.

Holloway leit ekki út eins og hann sjálfur í viðtölum í vikunni og í Embedded þáttunum. Margir töldu að niðurskurðurinn væri að hrjá Holloway líkt og Bisping taldi í viðtalinu hér að neðan. Holloway sýndi einkenni heilahristings á dögunum og var sendur á sjúkrahús á mánudaginn í frekari skoðun en leið betur daginn eftir. Holloway neitaði að hætta við bardagann en þegar ástand hans versnaði í gær, miðvikudag, var sú ákvörðun tekin að Holloway myndi ekki berjast á laugardaginn.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular