spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentMyndband: Nate Diaz kveikti í jónu á opnu æfingunni

Myndband: Nate Diaz kveikti í jónu á opnu æfingunni

Opna æfingin fyrir UFC 241 fór fram á miðvikudag. Nate Diaz kveikti sér í einni jónu á sviðinu á æfingunni.

Nate Diaz fer yfirleitt ótroðnar slóðir. Nate mætir Anthony Pettis á laugardaginn á UFC 241 og verður það fyrsti bardagi hans í þrjú ár. Á opnu æfingunni á miðvikudaginn kveikti hann í jónu á opnu æfingunni. Nate skuggaboxaði og gekk fram og til baka á sviðinu og stóð æfingin stutt yfir.

Nate sagði að jónan hefði verið CBD jóna frá vörulínu sinni; Game Up Nutrition. CBD er löglegt í keppni og utan keppnis í UFC en jónan innihélt ekki THC efnið sem er bannað í keppni. Nate sagðist ætla að geyma jónurnar sem innihalda THC þangað til eftir bardagann. Bardaginn fer fram í Kaliforníu en Diaz bræðurnir hafa aldrei farið leynt með dálæti sínu á kannabis reykingum.

Nate rétti síðan áhorfendum jónuna og byrjaði að æfa.

Dana White leyndi viðbrögðum sínum ekki á Twitter með ákvörðun Nate.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular