spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentMyndband: Niko Price með ótrúlegt rothögg af bakinu

Myndband: Niko Price með ótrúlegt rothögg af bakinu

Niko Price og Randy Brown mættust á UFC bardagakvöldinu í Idaho í gær. Price náði rothöggi á mjög óhefðbundinn hátt.

Bardaginn fór fram í veltivigt og var á aðalhluta bardagakvöldsins í nótt. Fyrsta lotan var skemmtileg og var Randy Brown með yfirhöndina.

Í 2. lotu náði Brown fellu og á meðan hann var ofan á í klunnalegri stöðu náði Price þungum hamarshöggum af bakinu í Brown með þeim afleiðingum að Brown rotaðist! Afar sjaldséð að sjá menn ná rothöggi úr þessari stöðu.

Með sigrinum hefur Price unnið tvo bardaga í röð en hann hefur klárað alla þrjá sigra sína.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular