Í einum af fyrstu bardögum kvöldsins í gær á UFC 206 fengum við að sjá eitt af rothöggum ársins.
Lando Vannata mætti John Madkessi í gær á UFC 206. Þetta var þriðji bardagi kvöldsins og eftir bardagann var ljóst að það yrði erfitt að toppa tilþrifin sem Vannata sýndi.
Eftir u.þ.b. 90 sekúndur skellti Vannata í eitt snúningshælspark og smellhitti í höfuð Madkessi. Þetta minnti um margt á rothögg Edson Barboza gegn Terry Etim hér um árið.
Vannata fékk frammistöðubónus fyrir þessi tilþrif en þetta var fyrsti sigur hans í UFC. Vannata er nú 1-1 í UFC eftir að hafa tapað í frumraun sinni í bardagasamtökunum gegn Tony Ferguson í sumar.
WHAT A KICK!
INCREDIBLE way for Lando Vannata to get his first win! #UFC206 https://t.co/VedB9ZxlV1
— FOX Sports: UFC (@UFCONFOX) December 11, 2016