Ross Pearson barðist sinn fyrsta MMA bardaga utan UFC í 11 ár í gærkvöldi. Það endaði ekki vel þar sem hann var rotaður eftir rosalegt spark.
Ross Pearson var í UFC frá 2008 til 2019 en eftir sex töp í síðustu sjö bardögum var hann látinn fara fyrr á árinu.
Pearson mætti Davy Gallon á Probellum 1 í gærkvöldi. Í þriðju lotu henti Gallon í rúllandi þrumuspark (e. rolling thunder kick) sem smellhitti.
Davy Gallon KOs Ross Pearson with a ROLLING THUNDER in R3 at Probellum 1 in London. OH MY GOD #Probellum1 pic.twitter.com/Uza57ScMmH
— caposa (@Grabaka_Hitman) November 16, 2019
Absolutely gutted for Ross Pearson but what a knockout that is 😳 pic.twitter.com/WJoeJDbmfc
— Shaun (@Shaun_TRFC) November 16, 2019
Pearson er 35 ára gamall og er nú 20-17 (1) eftir langan feril. Davy Gallon er 18-7-2 en þetta var fjórði sigur hans á ferlinum eftir rothögg.