0

Charles Oliveira hefur klárað fleiri bardaga í UFC en Anderson Silva og Vitor Belfort

Charles Oliveira sigraði Jared Gordon á UFC bardagakvöldinu í Sao Paulo í gærkvöldi. Þetta var 15. bardaginn sem Oliveira klárar í UFC.

Charles Oliveira hefur verið í UFC frá 2010. Hann hefur aldrei komist nálægt titilbardaga en alltaf verið gríðarlega fær að klára bardaga sína.

Oliveira rotaði Jared Gordon í 1. lotu í nótt. Þetta var 15. bardaginn sem hann klárar í UFC en aðeins Donald Cerrone hefur klárað fleiri bardaga í UFC. Cerrone hefur klárað 16 bardaga í UFC en nú er Oliveira ofar en goðsagnir á borð við Anderson Silva, Vitor Belfort, Frank Mir og Matt Hughes.

Oliveira á síðan metið yfir flesta sigra eftir uppgjafartök í UFC en hann er með 13 sigra eftir uppgjafartök í UFC.

Oliveira er þrítugur og gæti vel tekið fram úr Cerrone á næstu árum enda Cerrone orðinn 36 ára gamall og á kannski ekki eins mörg ár eftir og Oliveira.

Þetta var sjötti sigur Oliveira í röð og vildi hann fá stóran bardaga næst. Oliveira skoraði á Conor McGregor og óskaði einnig eftir bardaga við Paul Felder en Felder er sá síðasti sem vann Oliveira. Oliveira hefur klárað alla af síðustu sex sigrum sínum

Pétur Marinó Jónsson

Comments

comments

Pétur Marinó Jónsson

Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Stöð 2 Sport -MMA fíkill

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.