Saturday, May 4, 2024
HomeForsíðaAron Daði og Brynjar með verðlaun á Swedish Open

Aron Daði og Brynjar með verðlaun á Swedish Open

Aron Daði til hægri.

Swedish Open fór fram um helgina í Svíþjóð. Keppt var í brasilísku jiu-jitsu í galla og tóku íslenskir keppendur fern verðlaun á mótinu.

Mótið fór fram í Stokkhólmi á laugardag og sunnudag þar sem nokkrir Íslendingar tóku þátt. Keppt var í mörgum mismunandi þyngdar-, belta- og aldursflokkum.

Aron Daði Bjarnason er búsettur í Svíþjóð en hann keppti í -82,3 kg flokki svartbeltinga. Aron komst ekki á pall í sínum flokki en náði þriðja sæti í opnum flokki svartbeltinga. Aron kláraði bronsglímuna á uppgjafartaki, frábær árangur hjá honum.

Brynjar Örn Ellertsson úr Mjölni tók silfur í +100,5 kg flokki brúnbeltinga (30-35 ára). Brynjar vann síðan opinn flokk brúnbeltinga í sínum aldursflokki eftir þrjár glímur.

Jóhann Arngrímsson hafnaði í 4. sæti í opnum flokki blábeltinga (30-35 ára) eftir fjórar glímur. Valencia Valdimarsson tók síðan gull í 10-11 ára flokki hvítbeltinga.

Brynjar Örn fyrir miðju.
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -

Most Popular