0

Myndband: Ross Pearson rotaður eftir rúllandi þrumuspark

Ross Pearson barðist sinn fyrsta MMA bardaga utan UFC í 11 ár í gærkvöldi. Það endaði ekki vel þar sem hann var rotaður eftir rosalegt spark.

Ross Pearson var í UFC frá 2008 til 2019 en eftir sex töp í síðustu sjö bardögum var hann látinn fara fyrr á árinu.

Pearson mætti Davy Gallon á Probellum 1 í gærkvöldi. Í þriðju lotu henti Gallon í rúllandi þrumuspark (e. rolling thunder kick) sem smellhitti.

Pearson er 35 ára gamall og er nú 20-17 (1) eftir langan feril. Davy Gallon er 18-7-2 en þetta var fjórði sigur hans á ferlinum eftir rothögg.

Pétur Marinó Jónsson
Latest posts by Pétur Marinó Jónsson (see all)

Comments

comments

Pétur Marinó Jónsson

Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Stöð 2 Sport -MMA fíkill

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.