spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentMyndband: Rotaði andstæðinginn og óvart dómarann í leiðinni

Myndband: Rotaði andstæðinginn og óvart dómarann í leiðinni

Ansi skondið atvik átti sér stað í Muay Thai bardaga í Kína í gær. Á Max Muay Thai kvöldi sáum við Gou Dakui rota andstæðinginn og óvart dómarann í leiðinni.

Gou Dakui var á góðri leið með að klára andstæðinginn sinn, hinn tælenska Super X Sitsontidech, í 2. lotu í Muay Thai í gær. Dakui vankaði Sitsonidech með hægri krók og ætlaði að klára hann með hásparki en dómarinn þvældist fyrir þegar hann reyndi að stöðva bardagann. Sparkið endaði því óvart beint á kjammann á dómaranum!

Hvorki andstæðingurinn né dómarinn gátu haldið áfram og þurfti því nýjan dómara til að stoppa bardagann formlega er hann sá að Sitsontidech var ófær um að halda áfram. Dakui bað dómarann afsökunar á atvikinu en sparkið má sjá hér að neðan.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular