Friday, June 21, 2024
spot_img
HomeErlentMyndband: Skelfileg meiðsli á eyra

Myndband: Skelfileg meiðsli á eyra

Eyra Ramiz Brahimaj lenti illa í því á UFC bardagakvöldinu í Las Vegas í nótt. Við vörum við myndum og myndböndum sem fylgja fréttinni.

Max Griffin mætti Ramiz Brahimaj í veltivigt á UFC bardagakvöldinu í nótt. Í 3. lotu lenti Griffin þungum höggum á Brahimaj sem bakkaði að búrinu. Griffin fylgdi því eftir með fleiri höggum og olnbogum. Einn þessara olnboga lenti illa á blómkálseyra (e. cauliflower ear) Brahimaj. Eyrað rifnaði nánast af höfði Brahimaj í kjölfarið.

Dómarinn stöðvaði bardagann og vann Griffin eftir tæknilegt rothögg í 3. lotu. Atvikið má sjá hér að neðan:

Dana White, forseti UFC, birti þessa mynd af eyranu á Twitter.

Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -

Most Popular