spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeForsíðaMyndband: Sparkaði í andstæðing sinn í BJJ!

Myndband: Sparkaði í andstæðing sinn í BJJ!

nogi_world2013_broadcast_post.0_standard_352.0

 

Afar undarlegt atvik átti sér stað á Nogi Worlds um helgina þegar Brucenyam Jovoo sparkaði viljandi í andstæðing sinn strax í upphafi glímunnar. Jovoo var strax dæmdur úr leik og var andstæðingur hans afar ringlaður á þessu öllu saman! Myndbandið má sjá hér að neðan en Jovoo sagði víst við dómarann fyrir glímuna að glíman ætti eftir að vera búinn eftir 10 sekúndur. Glíman átti sér stað í flokki fjólublárra belta en Jovoo hefur áður hagað sér undarlega á BJJ mótum. Árið 2010 “jabbaði” Jovoo tvisvar út í loftið og fór svo í “double leg” fellu, líkt og sést oft í MMA. Aftur var Jovoo umsvifalaust dæmdur úr leik.

Jovoo hefur orðið vís að því að skipta um belti milli móta. Snemma árs 2011 keppti hann í flokki fjólublábeltinga en seinna það ár keppti hann í blábelta flokki.

Þessi undarlega hegðun hans hefur nú vakið mikla athygli og er óvíst hvort hann fái að keppa aftur á IBJJF mótum.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

1 COMMENT

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular