Sunday, September 8, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeForsíðaÞriðjudagsglíman: Clark Gracie vs.Magid Hage

Þriðjudagsglíman: Clark Gracie vs.Magid Hage

worlds nogi arena

 

Í tilefni þess að um helgina fór fram No-Gi heimsmeistaramót alþjóðasambandsins í brasilísku jiu jitsu tökum við fyrir glímu þaðan í þriðjudagsglímunni. Viðureignin var milli Clark Gracie, merktum með grænu ökklabandi, og Magid Hage.  Clark er þekktur fyrir að vera mjög fær í uppgjafartakinu “omoplata”. Margir muna kannski eftir mjög fótógenískri mynd af honum framkvæma eitt slíkt sem fór eins og eldur um sinu á veraldarvefnum fyrr á árinu.

clarkoplata

Magid Hage fékk einnig mikla athygli fyrr á árinu þar sem hann svæfði marga andstæðinga, þar á meðal Clark, með svokölluðu hafnaboltarkylfu-uppgjafartaki. Hér má sjá kennslumyndband af því. Í glímunni er áhugavert að sjá hve hættulegt það getur verið að leyfa andstæðingnum að ná kimura-taki á hendinni á þér jafnvel þótt þú sért komin með bakið eða aðra yfirburðarstöðu á andstæðinginn.

Ef lesendur hafa óskir eða ábendingar um áhugaverðar glímur fyrir þriðjudagsglímuna er þeim velkomið að senda póst á ritstjorn@mmafrettir.is.

spot_img
spot_img
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -spot_img

Most Popular