Friday, June 21, 2024
spot_img
HomeForsíðaUpphitun: UFC Fight Night 31 - Fight for the Troops 3 (seinni...

Upphitun: UFC Fight Night 31 – Fight for the Troops 3 (seinni hluti)

Á morgun fer fram UFC Fight Night 31 – Fight for the Troops. Í gær fórum við yfir fyrstu þrjá bardaga aðalkortsins (sjá þá umfjöllun HÉR) en í dag munum við fara yfir tvo aðalbardaga kvöldsins.

Liz Caramouche (9-3) vs. Alexis Davis (14-5) – bantamvigt kvenna

Caramouche keppti áður í Invicta og Strikeforce samtökunum áður en hún gekk til liðs við UFC. Hún varð þess heiðurs aðnjótandi að berjast í fyrsta UFC kvenna bardaganum þegar hún mætti Ronda Rousey í febrúar á þessu ári. Þrátt fyrir að hafa tapað fyrir Rousey þótti Caramouche hafa staðið sig vel. Snemma í fyrstu lotu átti hún góða hengingartilraun og var nálægt því að klára bardagann. Tilraunina má sjá hér:

 

 

 

 

 

 

Með bardaganum annað kvöld kemur Caramouche til með að verða fyrsta konan til að berjast þrisvar sinnum í UFC.

Í síðasta bardaga sínum sigraði hún Jessicu Andrade með tæknilegu rothöggi:

 

 

 

 

 

 

Alexis Davis er svartbeltingur í BJJ sem æfir hjá Cesar Gracie. Þar æfa margir frægir MMA keppendur svo sem Gilbert Melendez, Jake Shields og Diaz bræðurnir.

Davis hefur unnið þrjá bardaga í röð og er því á góðu skriði. Í síðasta bardaga sínum sigraði hún Rosi Sexton með dómaraúrskurði, en það var jafnframt frumraun hennar í UFC. Yfirburðir Davis í glímunni gætu reynst dýrmætir gegn Caramouche en þetta verður vafalaust hörku bardagi.

 

Aðalbardagi kvöldsins:

Tim Kennedy (16-4) vs. Rafael Natal (17-4-1) – millivigt

Þar sem þessi viðburður er svokallaður ‘Fight for the troops’ viðburður er við hæfi að Tim Kennedy sé í aðalbardaga kvöldsins, en hann er sérsveitarmaður í bandaríska hernum.

Kennedy keppti í þrjú ár í Strikeforce og barðist tvisvar um titilinn í millivigtinni. Í bæði skiptin tapaði hann, annars vegar gegn ‘Jacare’ Souza og hins vegar gegn Luke Rockhold. Þetta voru þó einu tveir bardagarnir sem hann tapaði í Strikeforce. Kennedy er nokkuð lunkinn í gólfglímunni en á tíma sínum í Strikeforce sigraði hann alla bardaga sína með uppgjöf nema einn. Í síðasta bardaga sínum, sem var jafnframt fyrsti bardagi hans í UFC, keppti hann við Roger Gracie og sigraði eftir dómaraúrskurð. Kennedy sýndi þar fram á frábært úthald, en hann varðist öllum uppgjafartilraunum Roger Gracie og að lokum var Roger orðinn örmagna. Roger er eins og flestir vita uppgjafarglímumaður í heimsklassa og því var þessi sigur mikil fjöður í hatt Kennedy. Kennedy er einnig þekktur fyrir nokkuð óhefðbundinn stíl í gólfglímunni, en sem dæmi sigraði hann Trevor Smith í janúar á þessu ári með ansi sérstakri “guillotine” hengingu. Sjá má hana hér að neðan:

 

 

 

 

 

 

Kennedy átti upprunalega að mæta Lyoto Machida en eftir að Michael Bisping meiddist var Machida fenginn til að berjast við Mark Munoz á UFC Fight Night 30 viðburðinum. Þá var Rafael Natal fenginn inn til að keppa við Kennedy. Óhætt er að segja að Natal sé töluvert lakari andstæðingur en Machida þó vissulega sé hann enginn aukvissi.

Hinn brasilíski Natal hefur sigrað þrjá bardaga í röð í millivigtinni, nú síðast gegn hinum sænska Tor Troeng í september. Sá bardagi var hörkuspennandi og var kjörinn besti bardagi kvöldsins. Í upphafi annarar lotu náði Natal þungu höggi á Troeng og var dómarinn nálægt því að stöðva bardagann. Á ótrúlegan hátt náði Troeng að jafna sig og hélt áfram að berjast. Þetta atvik má sjá hér:

 

 

 

 

 

 

Natal er líkt og Kennedy með svarta beltið í brasilísku jiu jitsu, en hefur þrátt fyrir það aðeins sigrað einn af síðustu níu bardögum sínum með uppgjöf. Natal er með mjög góða felluvörn (e. takedown defence) en hann hefur stöðvað 78% allra fellna síðan hann kom yfir í UFC. Svipaða sögu er að segja af Kennedy, en hann stöðvaði 81% allra fellutilrauna á tíma sínum í Strikeforce. Það verður því að teljast líklegt að þessi bardagi muni fara fram standandi.

Undirkortið hefst kl 20.10 íslenskum tíma og aðalkortið á miðnætti.

Guttormur Árni Ársælsson
Guttormur Árni Ársælsson
-Pistlahöfundur -Fjólublátt belti í BJJ -Lýsi UFC á Viaplay þegar Pétur hefur eitthvað merkilegra að gera
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -

Most Popular