Monday, May 27, 2024
HomeForsíðaUpphitun: UFC Fight Night 31 - Fight for the Troops 3 (fyrsti...

Upphitun: UFC Fight Night 31 – Fight for the Troops 3 (fyrsti hluti)

UFC Fight Night 31 fer fram miðvikudaginn 6. nóvember. Þetta kort er ekki stjörnum prýtt en býður þrátt fyrir það upp á nokkra spennandi bardaga. Þetta er í þriðja sinn sem UFC heldur svokallaðan ‘Fight for the troops’ viðburð, en slíkir viðburðir eru haldnir í samstarfi við herstöðvar og eru til styrktar aðstandendum sem hafa misst ástvini í stríði. Viðburðurinn fer að þessu sinni fram á Fort Campbell herstöðinni í Kentucky.

Aðalkort:

Michael Chiesa (9-1) vs. Colton Smith (3-2) – léttvigt

Fyrsti bardagi kvöldsins á aðalkortinu stendur á milli Michael Chiesa og Colton Smith í léttvigt, en þessir tveir kappar hafa unnið sitthvorn The Ultimate Fighter titilinn. Colton Smith varð einna frægastur fyrir fyrsta bardagann sinn í The Ultimate Fighter, en þar gaf hann andstæðingi sínum merki um að slá saman hönskum eins og tíðkast í upphafi lotu. Þegar andstæðingurinn rétti fram hendina nýtti Colton hins vegar tækifærið og fellti andstæðing sinn, en það uppátæki vakti litla kátínu meðal áhorfenda þáttanna sem töldu þetta vera óíþróttamannsleg hegðun. Colton er hins vegar fyrrum hermaður og má því búast við að áhorfendur í Kentucky styðji vel við bakið á honum. Bæði Chiesa og Colton eru góðir glímukappar og verður fróðlegt að sjá hver hefur yfirhöndina á því sviði.

Rustam Khabilov (16-1) vs. Jorge Masvidal (25-7) – léttvigt

Í öðrum bardaga kvöldsins á aðalkortinu mætast Jorge Masvidal og Rustam Khabilov í léttvigtinni. Khabilov er Rússi, en þeir hafa verið að gera góða hluti undanfarið í UFC. Rússarnir eru flestir góðir í Sambó, sem er rússnesk glíma, og nýtist það þeim vel í búrinu. Sem dæmi rotaði Khabilov andstæðing sinn með “suplex” kasti, en þau eru stór hluti af Sambó . Kastið má sjá í hreyfimynd hér fyrir neðan:

 

 

 

 

 

 

 

Ronny Markes (14-1) vs. Yoel Romero (5-1) – millivigt

Þriðji bardagi kvöldsins á aðalkortinu er í millivigtinni þar sem Ronny Markes mætir Yoel Romero. Romero er fyrrum Ólympískur glímukappi og vann m.a. silfurmedalíu á Ólympíuleikunum í Sydney fyrir hönd Kúbu. Romero hefur aðeins tapað einum bardaga og unnið fimm, þó svo að hann hafi kannski ekki mætt sterkustu andstæðingunum. Í síðasta bardaga sínum rotaði hann Clifford Starks með fljúgandi hnésparki, en slíkt hefur aðeins gerst níu sinnum áður í sögu UFC. Sjá má sparkið hér:

 

 

 

 

 

 

Markes er öllu reyndari en hann hefur unnið 14 bardaga og aðeins tapað einum. Hann er stór millivigtarmaður og voru fyrstu 13 bardagar hans í léttþungavigt. Eftir að hann færði sig niður í millivigt hafa sumir sett spurningamerki við þolið hjá honum, en í bardaga hans gegn Aaron Simpson var hann gjörsamlega búinn á því en sigraði að lokum eftir klofinn dómaraúrskurð.

Hér fyrir neðan má svo sjá bardagana sem fara fram á undirkortinu. Bobby Green er bardagamaður sem er óhætt að mæla með og sömuleiðis má búast við hörku bardaga þegar George Roop mætir Fransisco Rivera í bantamvigtinni. Á morgun munum við svo fara yfir tvo aðalbardaga kvöldsins.

Undirkort:

Léttvigt: James Krause – Bobby Green

Bantamvigt: George Roop – Fransisco Rivera

Fjaðurvigt: Dennis Bermudez – Steven Siler

Bantamvigt kvenna: Germaine de Randamie – Amanda Nunes

Millivigt: Chris Camozzi – Lorenz Larkin

Léttvigt: Yves Edwards – Yancy Medeiros

Veltivigt: Neil Magny – Seth Baczynski

Millivigt: Derek Brunson – Brian Houston

Guttormur Árni Ársælsson
Guttormur Árni Ársælsson
-Pistlahöfundur -Fjólublátt belti í BJJ -Lýsi UFC á Viaplay þegar Pétur hefur eitthvað merkilegra að gera
RELATED ARTICLES

1 COMMENT

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -

Most Popular