Monday, May 27, 2024
HomeForsíðaUFC hefur ráðið inn nýja skvísu

UFC hefur ráðið inn nýja skvísu

Chrissy in red

 

UFC hefur ráðið inn nýja skvísu í það mikilvæga starf að tilkynna hvaða lota er.

Chrissy Blair heitir  hún og er frá Los Angeles í Bandaríkjunum. Hún er heilir 170 cm á hæð og er tæplega 49 kg. Ef hún væri bardagamaður þáværi hún í atom-þyngdarflokknum. Chrissy kemur með gífurlega reynslu inn í UFC en hún var áður Strikeforce stelpa. Móðir hennar og faðir töldu alltaf að hún myndi gera eitthvað frábært við líf sitt en nú eru þau gríðarlega sátt. Undirritaður verður fyrir gríðarlegum vonbrigðum ef Brittney Palmer hættir þó.

Hér eru smá upplýsingar um hana.

Það sem kveikir í henni er: Strákar sem eru gáfaðir með fallegt bros, húmoristar, kurteisir gagnvart konum og strákar með eitthvað sem kallast „swag“.

Besta leiðin til þess að heilla hana: Fá hana til að hlægja, haga sér í kringum hana þannig að þú sért ekki að reyna við hana og þú átt að vera kynþokkafullur á meðan þú gerir það.

Markmið ferilsins: „Ég hef háleit markmið svo markmið mín eru eins og draumar. Sumir hafa ræst en sumir ekki og ég ætla að halda því leyndu hvað mín markmið eru“

Áhugamál: Mála, teikna, fara á ströndina, elda og öll líkamsrækt.

Uppáhaldsmatur: Allt hollt, sushi og kexkökur.

Uppáhalds þættir: Family Guy og Duck Dynasty.

Brynjar Hafsteinsson
Brynjar Hafsteinsson
-Greinarhöfundur -Félagsfræðinemi HÍ -MMA-spekingur frá 1999 -Sparkboxari
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -

Most Popular