spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentMyndband: Sturlað kynningarmyndband fyrir UFC 214: Jones vs. Cormier 2

Myndband: Sturlað kynningarmyndband fyrir UFC 214: Jones vs. Cormier 2

UFC frumsýndi frábært kynningarmyndband fyrir bardaga Jon Jones og Daniel Cormier á UFC 214. Í myndbandinu er farið yfir öll mistök Jon Jones undanfarin ár og er UFC ekkert að skafa af því.

Þetta er með bestu kynningarmyndböndum sem UFC hefur gert. Gríðarleg eftirvænting ríkir fyrir bardaganum og er þetta stærsti MMA bardagi ársins hingað til.

UFC hefur margoft reynt að setja saman bardaga á milli þeirra en aðeins einu sinni tekist. Annað hvort hafa meiðsli Cormier og Jones eða hegðun Jones utan búrsins svo sem lyfjapróf komið í veg fyrir bardagann. Vonandi fáum við að sjá þennan bardaga í eitt skipti fyrir öll en Jones vann fyrri bardaga þeirra í janúar 2015.

UFC 214 fer fram þann 29. júlí í Anaheim í Kaliforníu.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular