Tuesday, May 21, 2024
HomeErlentValentina Shevchenko og Amanda Nunes tjá sig um aflýsingu bardaga þeirra

Valentina Shevchenko og Amanda Nunes tjá sig um aflýsingu bardaga þeirra

Bardagi Valentinu Shevchenko og Amöndu Nunes féll niður í gær vegna veikinda Nunes. Nunes sendi frá sér stutta yfirlýsingu en Shevchenko spjallaði við fjölmiðla í gær.

Bardaginn átti að vera aðalbardagi kvöldsins en meistarinn Amanda Nunes treysti sér ekki til að berjast. Samkvæmt Dana White, forseta UFC, fékk Nunes leyfi hjá læknum til að keppa en hún taldi sig ekki færa um að berjast.

Bardaginn mun að öllum líkindum vera endurbókaður á UFC 215 í september. White sagði þó á blaðamannafundinum í gær að hann myndi ekki treysta Nunes til að vera í aðalbardaga kvöldsins aftur. Nunes bað aðdáendur sína afsökunar í stuttri færslu í gær.

Í dag greindi hún nánar frá veikindum sínum og sagðist vera með króníska bólgu í holrúmum höfuðkúpubeina (e. chronic sinusitis). Hún segist hafa glímt við þetta áður en í þetta sinn gat hún ekki barist.

Í spilaranum fyrir ofan má sjá Shevchenko spjalla við fjölmiðla um aflýsingu bardagans. Shevchenko ætlaði ekki að trúa því þegar hún heyrði að bardaganum hefði verið aflýst. Hún telur að Nunes hafi verið að reyna að skera of mikið niður á of skömmum tíma til að reyna að vera eins stór og mögulegt er í sjálfum bardaganum. Shevchenko bætti við að hún voni að Nunes viti hvað hún sé að gera.

Today I am 100% ready for this fight. During the last 3 months of training I did everything to be in my best shape for this fight.  Nunes couldn’t cut weight correctly and was hospitalized. She wanted to cut weight and recover rapidly to have the advantage. The end result, everything went wrong.  Even though she was medically cleared to fight, she backed out.  This fight was originally offered to take place in April and she would not accept then. I did my part and am very upset that I can’t fight for the title today on this great event.  I am even more upset for all my dear fans who support me every time throughout the world and to those who traveled to see me fight here in Las Vegas live.  I feel frustrated about what happened but I won’t relax, will not put down energy in my preparation, and will wait until the UFC gives us another date for the fight. #UFC213 #teamBullet

A post shared by Valentina Shevchenko (@bulletvalentina) on

Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -

Most Popular