spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentNate Diaz lét gamminn geisa í The MMA Hour

Nate Diaz lét gamminn geisa í The MMA Hour

Nate Diaz var gestur Ariel Helwani í sérstakri útgáfu The MMA Hour fyrr í kvöld.

Nate Diaz var gestur Ariel Helwani fyrr í kvöld og talaði við Helwani í rúman klukkutíma. Diaz talaði auðvitað mikið um mögulegan bardaga gegn Conor McGregor á UFC 202.

UFC átti fund með Nate Diaz í Stockton í síðustu viku og var fundurinn sagður hafa gengið illa. Nate Diaz sagði þó að málið hefði verið dálítið ýkt í fjölmiðlum. Stjórnendur UFC voru ekki beint ánægðir en þeir Diaz og Dana White hafa átt í viðræðum síðan á föstudaginn. Diaz sagði bara það sem honum fannst og þurfa þeir að komast að samkomulagi.

Diaz er meira en til í að mæta Conor McGregor á UFC 202 og gæti þess vegna barist við hann á morgun. Hann vill bara fá þá fjárhæð sem hann telur sig eiga skilið. Diaz grínaðist með að hann vildi fá 100 milljónir dollara fyrir bardagann.

Diaz tjáði sig einnig um orðróminn varðandi bardaga McGregor og Floyd Mayweather. Diaz telur að þetta sé ekkert nema auglýsingarkjaftæði og blekking til að fela þá staðreynd að McGregor hafi verið laminn í síðasta bardaga.

Diaz átti mörg gullkorn þennan klukkutíma og talaði m.a. um að hann sé ekki fyrir neitt Hollywood kjaftæði og vilji bara berjast. Svo lengi sem hann fái vel borgað fyrir það. Þá sagði hann einnig frá misskilningi aðdáenda sem ruglast á honum og bróður hans, Nick Diaz.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular