0

Stipe Miocic mætir Alistair Overeem á UFC 203

stipe overeemFyrsta titilvörn þungavigtarmeistarans Stipe Miocic verður gegn Alistair Overeem á UFC 203. Bardagakvöldið fer fram í heimaborg Miocic, Cleveland, þann 10. september.

Þetta verður fyrsta heimsókn UFC til Cleveland og er Miocic hæst ánægður með að fá loksins að berjast á sínum heimavelli. Miocic tók þungavigtartitilinn af Fabricio Werdum á dögunum og rotaði hann eftir aðeins hálfa lotu.

Sjá einnig: Nýr meistari – Stipe Miocic

Alistair Overeem hefur sigrað fjóra bardaga í röð en síðast sáum við hann rota Andrei Arlovski á UFC bardagakvöldinu í Rotterdam. Overeem var þá á heimavelli í Hollandi en í þetta sinn verður andstæðingur hans á sínum heimavelli.

Bardaginn verður aðalbardagi kvöldsins á UFC 203 þann 10. september.

Pétur Marinó Jónsson

Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is

-Æft bardagaíþróttir í 6 ár (fjólublátt belti í BJJ)
-BS í sálfræði
-Lýsi UFC á Stöð 2 Sport
-MMA fíkill
Pétur Marinó Jónsson

Comments

comments

Pétur Marinó Jónsson

Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í 6 ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Stöð 2 Sport -MMA fíkill

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.