spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentNate Diaz og Dustin Poirier segjast berjast um nýjan 165 punda titil...

Nate Diaz og Dustin Poirier segjast berjast um nýjan 165 punda titil – UFC segir nei

Miðasala á UFC 230 í Madison Square Garden hefst í vikunni og á enn eftir að finna aðalbardaga kvöldsins. Nate Diaz og Dustin Poirier héldu því báðir fram að þeir væru að berjast um nýjan 165 punda titil en UFC var ekki lengi að skjóta það niður.

UFC 230 fer fram þann 3. nóvember í Madison Square Garden. Þeir Nate Diaz og Dustin Poirier mætast á kvöldinu og er UFC búið að fylla bardagakvöldið af flottum bardagakvöldum þó enn vanti aðalbardaga kvöldsins.

UFC er nánast alltaf með titilbardaga í aðalbardögunum á númeruðu Pay Per View kvöldunum. Þeir Diaz og Poirier lögðu til að UFC myndi gera bardaga þeirra að titilbardaga í nýjum 165 punda (79,4 kg) flokki.

Léttvigtin er 155 pund (70,3 kg) en næsti flokkur fyrir ofan er 170 punda (77,1 kg) veltivigtin. Margir vilja sjá UFC setja upp 165 punda (74,8 kg) flokk og gera veltivigtina að 175 punda flokki enda margir frábærir bardagamenn í léttvigt og veltivigt.

Þeir Nate Diaz og Dustin Poirier ætluðu greinilega að taka málin í sínar hendur og tilkynntu báðir að bardagi þeirra yrði upp á titilinn í nýjum 165 punda flokki.

Dana White, forseti UFC, sagði þó að það sé ekki á döfinni að gera nýjan 165 punda þyngdarflokk.

Ráðgátan um aðalbardagann á UFC 230 lifir því enn. Í síðustu viku þvertók Dana White fyrir að Jon Jones myndi berjast á kvöldinu enda væri hann of þungur í dag til að berjast í léttþungavigt eftir rúman mánuð.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular