Miðasala á UFC 230 í Madison Square Garden hefst í vikunni og á enn eftir að finna aðalbardaga kvöldsins. Nate Diaz og Dustin Poirier héldu því báðir fram að þeir væru að berjast um nýjan 165 punda titil en UFC var ekki lengi að skjóta það niður.
UFC 230 fer fram þann 3. nóvember í Madison Square Garden. Þeir Nate Diaz og Dustin Poirier mætast á kvöldinu og er UFC búið að fylla bardagakvöldið af flottum bardagakvöldum þó enn vanti aðalbardaga kvöldsins.
UFC er nánast alltaf með titilbardaga í aðalbardögunum á númeruðu Pay Per View kvöldunum. Þeir Diaz og Poirier lögðu til að UFC myndi gera bardaga þeirra að titilbardaga í nýjum 165 punda (79,4 kg) flokki.
Léttvigtin er 155 pund (70,3 kg) en næsti flokkur fyrir ofan er 170 punda (77,1 kg) veltivigtin. Margir vilja sjá UFC setja upp 165 punda (74,8 kg) flokk og gera veltivigtina að 175 punda flokki enda margir frábærir bardagamenn í léttvigt og veltivigt.
I hear UFC is searching for a main event when they have one already. It’s me vs Nate. 165 pound title. A main event for the people. Stop searching, Dana. We got this. Let’s go.
— The Diamond (@DustinPoirier) September 25, 2018
Þeir Nate Diaz og Dustin Poirier ætluðu greinilega að taka málin í sínar hendur og tilkynntu báðir að bardagi þeirra yrði upp á titilinn í nýjum 165 punda flokki.
I’m Happy to announce that I’m bringing a new weight devision to the Ufc
I’ll be fighting the main event November 3rd in nyc against Dustin Poirier for the first ever 165lb belt superfighter devision
I’m happy to be apart of history @ufc @danawhite— Nathan Diaz (@NateDiaz209) September 26, 2018
Its been a long journey but here we are. NYC 1st ever 165lb Title in the UFC! #THEREWILLBEBLOOD #THUGJITSU
— The Diamond (@DustinPoirier) September 26, 2018
Dana White, forseti UFC, sagði þó að það sé ekki á döfinni að gera nýjan 165 punda þyngdarflokk.
Just spoke to Dana White on the phone, he denied any plans of a 165-pound title fight at Madison Square Garden. Says he’s still working on a main event for UFC 230.
— Brett Okamoto (@bokamotoESPN) September 26, 2018
Ráðgátan um aðalbardagann á UFC 230 lifir því enn. Í síðustu viku þvertók Dana White fyrir að Jon Jones myndi berjast á kvöldinu enda væri hann of þungur í dag til að berjast í léttþungavigt eftir rúman mánuð.