spot_img
Thursday, December 19, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentNate Diaz: Þetta er ekki leikur, þetta er bardagi

Nate Diaz: Þetta er ekki leikur, þetta er bardagi

Nate Diaz var í nokkrum viðtölum á Fox Sports í gær og var útkoman einfaldlega frábær skemmtun. Það er greinilegt að það er mikill munur á Nate Diaz þegar hann er ekki að berjast eftir örfáa daga.

Vanalega þegar við heyrum í Diaz er hann að fara að berjast eftir nokkra daga og er oft ekki sá hressasti. Hann brosir lítið, blótar öllum í sand og ösku og virðist hafa engan áhuga á að vera í viðtölunum.

Núna þegar hann er ekki að fara að berjast á næstu dögum er hann talsvert öðruvísi og einfaldlega stórskemmtilegur.

Hér að neðan má sjá hann í þætti Jay and Dan þar sem hann lét þáttastjórnendur heyra það fyrir viðtöl þeirra við McGregor og Diaz í aðdraganda bardaga þeirra í mars. Þá sagði hann MMA ekki vera íþrótt eða leikur í sínum augum heldur einfaldlega alvöru bardagi.

Diaz mætti einnig í þáttinn UFC Tonight í gær þar sem hann svaraði spurningum aðdáenda.

Í sama þætti ræddi hann við þá Michael Bisping og Kenny Florian um sín næstu skref. Diaz vill bara fá eins stóra bardaga og mögulegt er.

https://www.youtube.com/watch?v=DwnKjHX89vk

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular