spot_img
Thursday, December 19, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentNate Diaz: UFC reyndi að taka kvikmyndahlutverk af mér

Nate Diaz: UFC reyndi að taka kvikmyndahlutverk af mér

nate diazNate Diaz fékk á dögunum kvikmyndahlutverk. UFC reyndi hins vegar að fá framleiðendur myndarinnar til að setja aðra UFC bardagamenn í stað Nate Diaz.

Nate Diaz fær seint verðlaun fyrir að vera starfsmaður mánaðarins í UFC. Hann hefur margoft haldið því fram að hann fái lítin stuðning frá UFC og að bardagasamtökin séu ekki að koma honum í sviðsljósið.

Gagnrýni Diaz bræðranna er oft ómarkviss en nú er óhætt að segja að hann sé með gott dæmi um hvernig UFC er að halda aftur af honum.

Nate Diaz fékk hlutverk í myndinni Fist Fight með Charlie Day og Ice Cube. UFC var þó ekkert alltof hrifið af þeirri hugmynd.

„UFC benti þeim á að nota GSP eða Conor McGregor í staðinn. Framleiðendurnir sögðu þeim að hafa ekki áhyggjur af þessu og ætluðu að nota mig. UFC hafði svo aftur samband við þá og reyndu að sannfæra þá um að nota GSP eða Conor,“ sagði Nate Diaz.

„Ég veit ekki hvað málið er. Ég er ekki sætur hvítur strákur með blá augu, ég tala óskýrt, ég er ekki með útlitið sem þeir vilja en þetta er bardagaheimurinn. Þú ert ekki að eltast við ákveðið útlit. Þú vilt eitthvað sem er alvöru og það hef ég sýnt allan minn feril.“

Nate Diaz er ekki alltaf ánægður með UFC og er það ekki skrítið þegar UFC kemur svona fram við hann hann. „Þeir reyna að þagga niður í okkur. Þeir gerðu stjörnu úr Conor en þeir hafa aldrei gert það fyrir mig. Ég er enn hér þrátt fyrir að þeir reyni að halda aftur af mér. Ef þeir hefðu stutt mig allan tímann hefði ég gert hið sama. En af hverju ætti ég að gera það fyrir fyrirtæki sem gerir svona?“

Diaz er ekki með bardaga í vændum og hefur áður sagt að hann vilji ekki berjast við neinn nema Conor McGregor í þriðja sinn.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular