spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentNeil Magny fær Alex Oliveira í Brasilíu

Neil Magny fær Alex Oliveira í Brasilíu

Neil Magny er kominn sinn næsta bardaga. Magny mætir Alex Oliveira í september í Brasilíu og verður því greinilega ekki bókaður gegn Gunnari Nelson á næstunni.

Neil Magny átti að mæta Gunnari Nelson á UFC bardagakvöldinu í Liverpool í maí síðastliðnum. Því miður meiddist Gunnar fyrir bardagann og fékk Magny nýliðann Craig White í staðinn. Magny var ekki í miklum vandræðum með White og kláraði hann í 1. lotu.

Magny tók sér smá frí eftir bardagann og gifti sig en er nú tilbúinn að setja allt á fullt aftur. Vonir stóðu til að Magny yrði jafnvel aftur bókaður gegn Gunnari en það er nú úr sögunni í bili. Þess í stað fær Alex Oliviera bardaga gegn Magny en Oliviera vann síðast Carlos Condit og er í 14. sæti styrkleikalistans.

Bardaginn fer fram á UFC bardagakvöldinu í Brasilíu þann 22. september.

Alex Oliveira.
spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular