spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentNeil Magny fær Santiago Ponzinibbio í Argentínu

Neil Magny fær Santiago Ponzinibbio í Argentínu

Haustdagskrá Neil Magny hefur örlítið breyst. Magny átti að berjast í Brasilíu í september en mun þess í stað mæta Santiago Ponzinibbio í Argentínu í nóvember.

Neil Magny átti að mæta Alex Oliveira á UFC bardagakvöldinu í Sao Paulo þann 22. september. Nú hefur Magny verið færður yfir landamærin og mætir þess í stað Ponzinibbio í Argentínu. Heiðursmaðurinn Magny bað Oliveira afsökunar á Instagram.

UFC heimsækir Argentínu í fyrsta sinn þann 17. nóvember. Argentínumaðurinn Santiago Ponzinibbio verður þá í aðalbardaga kvöldsins en UFC hefur leitað að andstæðingi fyrir hann. Ponzinibbio vildi fá Rafael dos Anjos en sá síðarnefndi vildi ekki berjast utan Bandaríkjanna þar sem hann á von á sínu þriðja barni. UFC ákvað því að færa Magny og er Ponzinibbio því kominn með topp andstæðing á heimavelli.

Magny barðist síðast í Liverpool í maí þegar hann kláraði Craig White í 1. lotu en White kom í stað Gunnars sem meiddist á hné. Ponzinibbio átti að vera í aðalbardaga kvöldsins í fyrstu heimsókn UFC til Síle í maí en nokkrum vikum fyrir bardagann meiddist hann á þumalfingri og kom Demian Maia í hans stað. Síðast sigraði Argentínumaðurinn Mike Perry í desember.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular