Friday, April 26, 2024
HomeErlentYair Rodriguez meiddur og getur ekki mætt Zabit Magomedsharipov

Yair Rodriguez meiddur og getur ekki mætt Zabit Magomedsharipov

Einn besti bardaginn á UFC 228 er dottinn upp fyrir. Yair Rodriguez er meiddur og getur því ekki mætt Zabit Magomedsharipov í september.

UFC 228 fer fram þann 28. september í Dallas. Fyrsti bardaginn á aðalhluta bardagakvöldsins átti að vera viðureign Rodriguez og Zabit en sá fyrrnefndi er því miður meiddur og getur ekki barist.

Zabit er 3-0 í UFC og einn sá mest spennandi í fjaðurvigtinni í dag. Yair Rodriguez er sömuleiðis spennandi en hann hefur ekkert barist síðan Frankie Edgar gjörsigraði hann á UFC 211 í maí 2017.

Zabit er í leit að andstæðingi en bantamvigtarmaðurinn John Dodson bauðst til þess að mæta Zabit.

Dodson er 25 cm minni en Zabit en Dodson barðist lengi vel í fluguvigt.

Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -

Most Popular