spot_img
Friday, November 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentNick Diaz braut lyfjareglur USADA - fannst ekki þegar taka átti prófin

Nick Diaz braut lyfjareglur USADA – fannst ekki þegar taka átti prófin

nick diazNick Diaz er kominn í tímabundið bann eftir að hafa brotið lyfjareglur USADA. Nick Diaz fannst ekki þegar hann átti að fara í lyfjapróf og er það skýrt brot á reglum USADA.

Allir bardagamenn UFC þurfa sjálfkrafa að fylgja reglum USADA sem sér um öll lyfjamál UFC. Allir bardagamenn UFC þurfa að láta USADA vita hvar í heiminum þeir eru staðsettir svo hægt sé að taka þá í óvænt lyfjapróf utan keppnis allt árið í kring.

Það gerði Nick Diaz ekki og gat USADA ekki fundið hann þrisvar á 12 mánaða tímabili þegar hann átti að fara í lyfjapróf. Þar með hefur Diaz brotið reglur USADA og er hann á leið í bann.

Nick Diaz er sennilega nokkuð sama um USADA enda er hann sennilega hættur og ekkert á leiðinni að fara að berjast. Diaz bræðurnir Nick og Nate eru ötullir andstæðingar steranotkunar og saka flesta andstæðinga sína um að vera á frammistöðubætandi efnum. Það væri ólíklegt að finna frammistöðubætandi efni í lyfjaprófum þeirra svona utan keppnis.

Þeir eru aftur á móti duglegir við grasreykingarnar og fara eki leynt með það. USADA er hins vegar ekki að lyfjaprófa fyrir efni á borð við marijúana og önnur fíkniefni utan keppnis.

 

USADA mun ákvarða refsingu hans á næstunni en þetta kom fram á heimasíðu UFC.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular