spot_img
Thursday, November 21, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentNick Diaz: Ég vil ekki meiða neinn, vil bara djamma

Nick Diaz: Ég vil ekki meiða neinn, vil bara djamma

Nick DiazNick Diaz er að öllum líkindum hættur í MMA. Diaz hefur ekki barist í fjögur ár og útilokar bardaga gegn Anderson Silva.

Anderson Silva sagði eftir sinn síðasta bardaga að hann vildi gjarnan mæta Nick Diaz aftur. Þeir Anderson og Nick Diaz mættust á UFC 183 í janíar 2015. Anderson sagðist hafa talað við umboðsmann Diaz á dögunum sem sagði að Diaz væri til í þetta.

Það er þó ekkert sem bendir til að Nick Diaz sé á leiðinni aftur í búrið. Diaz átti að mæta Jorge Masvidal í mars en bardaginn var tilkynntur af UFC áður en Diaz hafði samþykkt bardagann. Bardaginn var því blásinn af og nú segir Gilbert Melendez, æfingafélagi og vinur hans, að Diaz sé hættur í MMA.

Nick Diaz sagði síðan á Instagram í vikunni að hann hafði engan áhuga á að berjast. „Skítt með þetta allt, ég vil ekki meiða neinn. Ég vil bara djamma,“ sagði Diaz og var í glasi.

Diaz bræðurnir eru báðir mjög vinsælir en fátt bendir til að yngri bróðirinn, Nate Diaz, sé heldur á leið í búrið á næstunni. Hann átti að mæta Dustin Poirier í New York en Poirier þurfti að draga sig úr bardaganum vegna meiðsla og vildi Nate ekki fá nýjan andstæðing í staðinn.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular