spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentNokkrar ástæður til að horfa á UFC 230

Nokkrar ástæður til að horfa á UFC 230

UFC 230 fer fram í nótt þar sem þeir Daniel Cormier og Derrick Lewis mætast í aðalbardaga kvöldsins. Hér eru nokkrar ástæður til að horfa á bardagakvöldið.

Nýr skyndibitakóngur UFC

Þeir Daniel Cormier og Derrick Lewis mætast um þungavigtarbeltið. Það virðist skipta hins vegar litlu máli í samanburði við skyndibitastríðið sem þeir eru komnir í. Báðir sóttust eftir Popeyes kjúklingastaðnum sem styrktaraðila en það var á endanum Lewis sem hreppti hnossið. Daniel Cormier fékk þess í stað hamborgarakeðjuna Carl’s Jr. til liðs við sig og hafa báðir lofað fríum mat á hvor staðnum fyrir sig með sigri. Það er því ekki bara þungavigtartitill í húfi heldur mögulega frír matur fyrir aðdáendur beggja.

Tveir af þeim bestu í millivigt

Fyrrum millivigtarmeistarinn Chris Weidman mætir Ronaldo ‘Jacare’ Souza í næstsíðasta bardaga kvöldsins. Á meðan Weidman var meistari vildu margir sjá Jacare skora á meistarann. Í kvöld fáum við að sjá þá mætast í búrinu þó Weidman sé ekki meistari lengur. Báðir eru frábærir glímumenn á ólíkan hátt. Weidman náði frábærum árangri í ólympískri glímu áður en hann fór í MMA og Jacare er einn besti jiu-jitsu glímumaður allra tíma. Vanalega þegar tveir svona frábærir glímumenn mætast núlla þeir hvorn annan út og úr verður slappur sparkbox bardagi. Báðir eru þeir vel færir standandi og því góðar líkur á að sjá frábæran bardaga á milli þeirra hvort sem bardaginn endar í gólfinu eða ekki.

Heldur Israel Adesanya áfram að klifra upp?

Israel Adesanya er nýjasta æðið í UFC í dag. Adesanya er 3-0 í UFC, hefur varla lent í teljandi vandræðum og minnir um margt á Anderson Silva og Jon Jones. Áður en hann fór í MMA var hann afar sigursæll í sparkboxi og tók sér sinn tíma áður en hann kom í UFC. Adesanya virðist hafa margt til brunns að bera til að ná langt í millivigtinni en hann fær verðuga prófraun í kvöld þegar hann tekst á við Derek Brunson.

Ekki gleyma

Á kvöldinu má finna marga frábæra bardaga. Jason Knight er alltaf skemmtilegur en hann mætir Jordan Rinaldi. Shane Burgos hikstaði aðeins í síðasta bardaga en er efnilegur bardagamaður. Hann mætir Kurt Holobaugh í kvöld og er Burgos oftast ávísun á góða skemmtun. Þá mun Lyman Good mæta Ben Saunders en báðir eru afar skemmtilegir bardagamenn.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular