spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentNokkrar ástæður til að horfa á UFC Fight Night: Cerrone vs. Oliveira

Nokkrar ástæður til að horfa á UFC Fight Night: Cerrone vs. Oliveira

UFC-Fight-Night-Pittsburgh-Á sunnudaginn fer fram UFC bardagakvöld í Pittsburgh í Bandaríkjunum. Í aðalbardaga kvöldsins mætast kúrekarnir Donald ‘Cowboy’ Cerrone og Alex ‘Cowboy’ Oliveira.

Bardagakvöldið hefurt þurft að taka miklum breytingum á síðustu vikum. Margir bardagamenn hafa dottið út vegna meiðsla, veikinda eða lyfjaprófa og því er bardagakvöldið ekki eins spennandi og það var í fyrstu. Það leynast þó ágætis bardagar þarna inn á milli og skulum við kíkja á hvað er mest spennandi á sunnudaginn.

  • Cerrone á kunnuglegum slóðum: Donald Cerrone þurfti að bíða í sjö mánuði eftir titilbardaganum gegn Rafael dos Anjos sem var óralangur tími fyrir hann. Hann vildi því snúa aftur sem fyrst eftir tapið gegn dos Anjos í desember og er kannski aftur kominn í „berst við hvern sem er, hvenær sem er“ gírinn sem hentar honum svo vel. Cerrone vill berjast sem oftast og er alltaf gaman að fylgjast með honum slást.
  • Rotar kúrekinn kúrekann? Það mætti halda að UFC hafi sett þennan bardaga saman bara út af viðurnöfnum þeirra Cerrone og Alex Oliveira. En Alex Oliveira er ekki bara með töff kúrekanafn heldur er hann einnig þrælgóður bardagamaður. Af 14 sigrum sínum hefur hann klárað níu með rothöggi og tvo með uppgjafartaki.
  • Brunson misboðið? Derek Brunson hefur hægt og rólega sigrað fimm af síðustu sex bardögum sínum.  Það getur verið svolítið sérstakt að fylgjast með Brunson. Annað hvort notar hann glímuna sína og heldur mótherjum sínum niðri án þess að gera mikinn skaða eða einfaldlega rústar þeim á nokkrum sekúndum. Þegar hann gerir hið síðarnefnda er eins og honum sé misboðið af UFC og sé hreinlega ósáttur með val UFC á andstæðingum sínum. Í þess konar gír er eins og hann reyni að klára bardagann eins fljótt og hægt er sem er alltaf skemmtilegt. Hvað gerir hann á morgun gegn hinum 37 ára Roan Carneiro?
  • Verður Cody Garbrandt enn ósigraður? Team Alpha Male kappinn Cody Garbrandt fær áhugaverðan bardaga á morgun. Upphaflega átti Garbrandt að mæta John Lineker en fyrr í vikunni veiktist Lineker og getur hann því ekki barist. Í hans stað kemur Augusto ‘Tanquinho’ Mendes sem er margfaldur heimsmeistari í brasilísku jiu-jitsu og tók nýlega stökkið yfir í MMA. Mendes er aðeins 5-0 sem atvinnumaður í MMA og hefur klárað alla bardaga sína. Garbrandt er með góðar hendur svo þetta ætti að verða mjög áhugaverður bardagi.
  • Springur Alex Garcia út? Alex Garcia virðist hafa alla líkamlega burði til þess að slá í gegn í UFC. Enn sem komið er hefur hinn 28 ára bardagamaður ekki náð að springa almennilega út og hafa báðir sigrar hans verið eftir dómaraákvörðun. Bardagaáhugmenn bíða eftir að hann komi með stjörnuframmistöðu og er spurning hvort sú frammistaða komi annað kvöld gegn Sean Strickland.

Bardagakvöldið er eins og áður segir á sunnudagskvöldið. Fyrsti bardagi kvöldsins hefst kl 22:30 annað kvöld en aðalhluti bardagakvöldsins hefst kl 2 og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular